top of page

Efling menntunar í ferðaþjónustu og matvælaframleiðslu á Vesturlandi 

Matvælaframleiðsla hefur um árabil verið ein af undirstöðu atvinnugreinum Vestlendinga. Ferðaþjónusta hins vegar hefur verið ört vaxandi og umfang hennar í atvinnulífi Vestlendinga orðið umtalsvert.  Í Sóknaráætlun Vesturlands 2013 voru þessar atvinnugreinar skilgreindar sem lykil atvinnugreinar.  Á íbúaþingi Vestlendinga í maí 2015 var sú afstaða ítrekuð af fundarmönnum og leggja bæri áherslu á að efla þessar atvinnugreinar eins og kostur væri.  

Áhersluverkefnið efling menntunar í ferðaþjónustu og matvælaframleiðslu á Vesturlandi hefur einmitt þann tilgang að efla greinarnar eins og kostur er í gegnum aukið framboð menntunar og þjónustu fræðsluaðila á Vesturlandi. 

Verkefnislýsing

 

Verkefnið hefur víðtæka tengingu við Sóknaráætlun Vesturlands.

ā€‹

  • Í fyrsta lagi þá tengist það markmiðum sem koma fram í samningi um sóknaráætlun varðandi það að styrkja mannauð á Vesturlandi. 

  • Í öðru lagi varð mikil umræða á Íbúaþingi Vesturlands 4. maí 2015 um að með meiri þekkingu mætti auka gæði í ferðaþjónustu og matvælaframleiðslu. 

  • Í þriðja lagi tengist verkefnið leiðarljósi Sóknaráætlunar Vesturlands um gæði. 

  • Í fjórða lagi á verkefnið hljómgrunn í framtíðarsýn Vestlendinga varðandi mannauð, matvælaframleiðslu og ferðaþjónustu. 

  • Loks tengist það markmiðum Sóknaráætlunar Vesturlands um eflingu mannauðs, að styrkja matvælaframleiðslu og markmiðum um ferðaþjónustu. 

ā€‹

Verkþættir
  • Samantekt yfir framboð náms fyrir ferðaþjónustu og matvælaframleiðslu. 

  • Vinna að greiningu fræðsluþarfar í ferðaþjónustu og matvælaframleiðslu.

  • Vinna að námskeiðum fyrir ferðaþjónustuna og matvælaframleiðsluna.

  • Kynning náms í ferðaþjónustu og matvælaframleiðslu haustið 2016.

ā€‹ā€‹

Markmið verkefnis

Markmiðin með áhersluverkefninu eru bjóða þeim sem vinna við ferðaþjónustu og matvælaframleiðslu á Vesturlandi upp á aukin tækifæri til menntunar. Með því að uppfylla þau markmið er leitast við að:

ā€‹

  • hækka menntunarstig í ferðaþjónustu

  • hækka menntunarstig í matvælaframleiðslu          

  • efla gæði í þjónustu og framleiðslu

Verkefnisstjórn 

Tvær verkefnastjórnir voru tilnefndar af SSV og Háskólanum á Bifröst var falin stjórn verkefnisins. Verkefnastjórnir ákváðu á fyrsta fundi að starfa sem einn hópur og í honum sitja:

ā€‹

  • Edda Arinbjarnar í Húsafelli, Ferðamálasamtök Vesturlands

  • Guðrún Lárusdóttir, Landbúnaðarháskóli Íslands

  • Inga Dóra Halldórsdóttir, Símenntun Vesturlands

  • Kristján Guðmundsson, Markaðsstofa Vesturlands

  • Magnús. S. Snorrason, Háskólinn á Bifröst

  • Margrét Björk Björnsdóttir, SSV -atvinnuþróunarfélagið

  • Ragnhildur Sigurðardóttir, Ferðamálasamtök Vesturlands

  • Þorgrímur Einar Guðbjartsson, Fulltrúi úr atvinnulífinu

  • Þórhildur Þorsteinsdóttir, Búnaðarsamtök Vesturlands

 

Verkefnisstjóri er Signý Óskarsdóttir, Háskólinn á Bifröst

ā€‹

bottom of page